Orkuflæð, lífskraftur, innri ró & útgeislun
-
Heilunarmeðferð
Tónheilun & heilun. Ég vinn með heilun og tónheilunar hljóðfæri til að komast inn í orkukerfi líkamans, örva flæði og virkja heilunarmáttinn sem býr innra með þér. Orkuvinna með höndum og hljóðfærum. Áhrifin era m.a. Djúpslökun, Innra ferðalag, andlegt ferðalag, losun á spennu og áföllum.
Orkuvinna stuðlar að auknu orkuflæði í líkamanum sem m.a. eykur lífskraft, innri ró, svefngæði, útgeislun og vellíðan.

-
Andlitsmeðferð
Andlitsnudd & Tónkvíslar á orkupunkta í andliti. Andlitsmeðferðin bætir húðheilsu, eykur blóðflæði og getur dregið úr fínum línum. Styrkir andlitsvöðva en gefur þeim slaka í leiðinni. Dregur úr baugum, spennu í kringum augun og bjúgmyndun. Húðin verður bjartari og líflegri og rakamyndun verður meiri. Slakar á ennisvöðvum og mýkir línur á enni og á milli augnabúna. Orkuvinna stuðlar að auknu orkuflæði í líkamanum sem m.a. eykur lífskraft, innri ró, svefngæði, útgeislun og vellíðan. Meðferðin endar á infrared andlits–maska og slökun.

-
Einkahópar
Viltu koma með þinn hóp í nærandi samveru? Ég tek á móti ykkur í fallegu rými Swimslowstudios. Við fáum okkur te áður en við komum okkur fyrir á mjúkri dýnu með púða, teppi og augnhvílu. Njótum heilandi tónbaðs með gongi, kristalsskálum og fleiri töfrandi tónum. Þetta er orkuvinna sem stuðlar að auknu orkuflæði í líkamanum sem m.a. styður við aukinn lífskraft, innri ró, svefngæði, útgeislun og vellíðan. Margir skemmtilegir veitingastaðir í nágrenninu sem gæti verið gaman að heimsækja að tónbaði loknu. Hafðu samband og við finnum tíma sem hentar þínum hópi.
Næsti viðburður
Swimslow studios
27. nóvember kl. 17:00
Tónaflóð
Slök í aðventunnni!
Djúpslökun, stresslosun, vellíðan, fókus, núllstilling, tilfinningalosun, andleg tenging og svo margt fleira…
Hlúðu að þér í jólaundirbúningnum!
Komum saman og eigum töfrandi stund
mjúk dýna, tempi, púði og augnhvíla og förum saman á flug inn í endurnærandi hvíld
Endilega fylgdu mér á instagram
“Tónheilun Völu er yndisleg, nærandi djúpslökun fyrir líkama og huga sem ég mæli heilshugar með. Vala heldur einstaklega vel utan um rýmið í tímunum með sinni hlýju nærveru og af mikilli fagmennsku. Með mjúkum tónum sem flæða um líkamann skapar hún örugga og hlýja stemningu þar sem auðvelt er að slaka á og sleppa tökunum og hvílast í djúpri kyrrð og ró.”
Inga Rún Björnsdóttir
“Tónheilun hjá Völu er einstök upplifun, èg fann streituna líða úr mèr. Einkatimarnir hjá Völu hafa hjálpað mèr með svefnvanda.”
Gunný Magnúsdóttir
“Tónheilun hjá Völu var líkamleg og andleg heilandi hreinsun og mögnuð lífsreynsla”
Margrét Vilhjálmsdóttir



